Verkefnin mín

Nemandi Friðbjörn Óskar Erlingsson
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins 2024

Ráðstefnuverkefni

Lokaverkefnið hjá mér og samnemendum var m.a. að gera ráðstefnu en til þess að gera góða ráðstefnu þarf lógó, blaðaauglýsingu, dreifibréf, dagskrá, skjá auglýsingar, matseðil og fylgihluti sem gjafir fyrir gesti ráðstefnunnar en við gerðum svo kynningu að verkefni loknu. Það var skemmtilegt að sjá heildarútlit ráðstefnunnar í skjávarpa kennslustofunnar verð ég að viðurkenna.

Logo

Brandbók

Bæklingur

Matseðill

Billboard

Askja

Embla

Embla tímaritið PDF

Grafík

App

Embla

Embla tímaritið PDF

Æskan & skógurinn

Þetta er sagan af skóginum á Íslandi, að vísu aðeins örfáar svipmyndir af samskiptum þjóðar, lands og skóga. Þessi saga er að því leyti ólík öðrum sögum að sögulok eru jafnlangt undan þegar bókinni lýkur og er hún hefst.

En þetta er bókin ykkar, hinna ungu Íslendinga. það eruð þið sem haldið sögunni áfram og síðan taka aðrir við af ykkur og aðrir við af þeim.

Í fáum orðum sagt. Við viljum færa Íslandi aftur þá skóga sem það átti einu sinni, fljölga trjátegundum þess og búa öðrum gróðri yl og næði í skjóli þeirra.

Aðgangs heimild

Hugmyndavinna: Þegar litið er til hönnunar á bæði kennimerki og litaþema fyrir fyrirtækið þá var ákveðið að nota bláan lit. Blár litur hefur róandi áhrif, skapar traust og fannst okkur liturinn passa vel við verkefnið. Einnig er unnið með einfaldleika og hreinleika.

Auglýsingaherferð: Til þess að kynna nýtt fyrirtæki munum við auglýsa á nokkrum stöðum eins og samfélagsmiðlum, fréttamiðlum á bæði vef og í prenti. Í auglýsingum munum við koma stefnu fyrirtækisins til skila með bæði vöruúrvali og stefnu.

Samfélagsmiðlar: Stofnuð verður facebook síða þar sem við byggjum upp viðskiptavild og komum nýjun­g­­um til skila í rauntíma. Bæklingar: Bæklingar verða prentaðir í samtals 1500 eintökum bæði í A5 og A5 upplagi fyrir okkar viðskiptavini og samstarfsaðila. A4 bæklingur: Megin tilgangurinn með A4 bæklingnum er að koma vöruúrvali á framfæri ásamt nánari upplýsingar um hverja vöru fyrir sig, ábyrgð á bæði vöru og þjónustu og upplýsingum um fyrirtækið. Stafrænar auglýsingar: Við höfum hannað auglýsingu fyrir facebook og instagram, RÚV sjónvarp og borða fyrir mbl.is. Sama þema er notað fyrir hverja auglýsingu bæði litur, myndefni og upplýsingar. Prentun: Þriggja dálka auglýsing verður birt í Morgunblaðinu en hún er hönnuð fyrir ofsetprent.

Aðgangs heimild

Hugmyndavinna: Þegar litið er til hönnunar á bæði kennimerki og litaþema fyrir fyrirtækið þá var ákveðið að nota bláan lit. Blár litur hefur róandi áhrif, skapar traust og fannst okkur liturinn passa vel við verkefnið. Einnig er unnið með einfaldleika og hreinleika.

Auglýsingaherferð: Til þess að kynna nýtt fyrirtæki munum við auglýsa á nokkrum stöðum eins og samfélagsmiðlum, fréttamiðlum á bæði vef og í prenti. Í auglýsingum munum við koma stefnu fyrirtækisins til skila með bæði vöruúrvali og stefnu.

Samfélagsmiðlar: Stofnuð verður facebook síða þar sem við byggjum upp viðskiptavild og komum nýjun­g­­um til skila í rauntíma. Bæklingar: Bæklingar verða prentaðir í samtals 1500 eintökum bæði í A5 og A5 upplagi fyrir okkar viðskiptavini og samstarfsaðila. A4 bæklingur: Megin tilgangurinn með A4 bæklingnum er að koma vöruúrvali á framfæri ásamt nánari upplýsingar um hverja vöru fyrir sig, ábyrgð á bæði vöru og þjónustu og upplýsingum um fyrirtækið. Stafrænar auglýsingar: Við höfum hannað auglýsingu fyrir facebook og instagram, RÚV sjónvarp og borða fyrir mbl.is. Sama þema er notað fyrir hverja auglýsingu bæði litur, myndefni og upplýsingar. Prentun: Þriggja dálka auglýsing verður birt í Morgunblaðinu en hún er hönnuð fyrir ofsetprent.

Sjónvarpsauglýsing

Facebook auglýsing

Bæklingur

Ég heiti Friðbjörn Óskar Erlingsson er 35 ára gamall búsettur á Álftanesi og er nemandi við Tækniskólann, skóla atvinnulífsins.

Ég fæddist í Reykjavík árið 1988, er elstur systkina minna en við erum fjögur, tvær systur og einn bróðir. Foreldrar mínir eru Lucinda Svava sjúkraliði á gjörgæslu í Fossvogi og Erling Arnar skipstjóri á frystitogaranum Baldvini Njálssyni GK400. Fyrstu árin mín bjuggum við í Hafnarfirði en árið 1999 fluttum við austur á Seyðisfjörð sem er að mínu mati fallegasti bær landsins.

Það var gott að alast upp fyrir austan á unglingsárunum og það var alltaf mikið að gerast og nóg fyrir stafni. Ég æfði á píanó, skíði, fótbolta og tók virkan þátt í félagslífi bæjarins en ég var formaður nemendaráðs skólans í 10. bekk og hafði ánægju af. Foreldrar mínir keyptu hús sem var komið til ára sinna með mikla sögu sem var byggt árið 1907 og gerðu það upp yfir 20 ára tímabil.

Þegar ég var 17 ára var ég með mikinn bílaáhuga, þráði ekkert meira en að fá mér bifreið við hæfi en Internetið var nýlega komið í hús á þessum tíma svo ég nýtti það vel að kynna mér allar helstu tegundir og aukabúnað frá framleiðendum.

Pabbi bauð mér að koma á sjóinn og safna mér fyrir bíl og ég þáði það, en það endaði með því að ég var sjómaður í tæplega 10 ár. Eftir að hafa eignast um 25 bíla fannst mér nóg komið af sjónum en ég fann að áhugamálið mitt sem er markaðssetning, grafík og vefsíðugerð.

Ég heiti Friðbjörn Óskar Erlingsson er 35 ára gamall búsettur á Álftanesi og er nemandi við Tækniskólann, skóla atvinnulífsins.

Ég fæddist í Reykjavík árið 1988, er elstur systkina minna en við erum fjögur, tvær systur og einn bróðir. Foreldrar mínir eru Lucinda Svava sjúkraliði á gjörgæslu í Fossvogi og Erling Arnar skipstjóri á frystitogaranum Baldvini Njálssyni GK400. Fyrstu árin mín bjuggum við í Hafnarfirði en árið 1999 fluttum við austur á Seyðisfjörð sem er að mínu mati fallegasti bær landsins.

Það var gott að alast upp fyrir austan á unglingsárunum og það var alltaf mikið að gerast og nóg fyrir stafni. Ég æfði á píanó, skíði, fótbolta og tók virkan þátt í félagslífi bæjarins en ég var formaður nemendaráðs skólans í 10. bekk og hafði ánægju af. Foreldrar mínir keyptu hús sem var komið til ára sinna með mikla sögu sem var byggt árið 1907 og gerðu það upp yfir 20 ára tímabil.

Þegar ég var 17 ára var ég með mikinn bílaáhuga, þráði ekkert meira en að fá mér bifreið við hæfi en Internetið var nýlega komið í hús á þessum tíma svo ég nýtti það vel að kynna mér allar helstu tegundir og aukabúnað frá framleiðendum.

Pabbi bauð mér að koma á sjóinn og safna mér fyrir bíl og ég þáði það, en það endaði með því að ég var sjómaður í tæplega 10 ár. Eftir að hafa eignast um 25 bíla fannst mér nóg komið af sjónum en ég fann að áhugamálið mitt sem er markaðssetning, grafík og vefsíðugerð.